30.8.2009 | 01:51
Erfitt að læra af reynslu annarra....
Hvenær skyldi fólk læra? Milljón dæmi um fíkniefnasmyglara tekna í svona löndum og fá hroðalega meðferð í fangelsi þar og svaka langan dóm. Hvernig þora menn þessu? Myndi ekki smygla súkkulaðistykki út eða inn í þessi lönd.....
![]() |
Tekin með 29 kíló af kókaíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jújú, rétt er það, erfitt er að læra af reynslum annara, hinsvegar held ég að það sé fremur vegna þess að þeir sem nást eru yfirleitt í miklum minnihlutahópi yfir þá sem komast upp með að smygla eiturlyfjum.
Fólkið lýtur svo upp til þeirra "success stories" um að verða margmilljónarmæringar, og ákveður að reyna á þetta sjálft.
Sorglegt stuff, en hey, fíkniefni hafa fylgt mannkyninu frá byrjun og munu líklegast aldrei hverfa af boðstólnum, bæði vegna eftirspurnar og það að þetta er bulletproof leið til að verða ríkur, ef þú kemur þessu í heimalandið þitt.
Unnar (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 01:57
Eða menta sig sem lyfjafræðingur og markaðsetja eiturlyf löglega. Í Pakistan er með þeim stærstu opiumræktun á heimsmælikvarða og þjónusta þeir lyfjamarkað bandaríkjana. Afganir hafa stóraukið opiumframleiðslu sína og fjölmiðlar sjá um sína með hryllings fréttum en aldrey er fjallað um bónda lyfjafyrirtækjana hinummegin við landamærin.
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 07:55
Fíkniefnasmygl heppnast í um 90-95% tilvika. Og vilja sumir meina að það sé jafnvel hærri prósenta en það. Svo þið getið rétt ímyndað ykkur, smyglið 1 kg af kókaíni til landsins. Búið til allt að 10 kg úr því og seljið hvert gramm á 15.000 kr. Það eru engir smá peningar og sumir sem eiga kannski ekki mikið sjá þetta sem leið til þess að verða ríkur.
Sölvi (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.