Gangi ykkur vel Besti flokkur

Ég hef dálitið gaman af Jóni Gnarr og ég tel að hann verði að minnsta kosti allt eins góður eða hæfur borgarstjóri og hinir trúðarnir sem hafa hingað til verið í þeim stóli. Hann er að minnsta kosti heiðarlegur og segist ætla að svíkja kosningaloforðin sín....hinir lofa en svíkja svo bak við tjöldin.

Ég bý ekki í Reykjavík og gat því ekki kosið Besta flokkinn en hefði hiklaust gert það ef ég hefði getað. Hér í Kópavogi þar sem ég bý bauð Næstbesti flokkurinn sig fram en hann innihélt ekki sömu mennina og Besti flokkurinn sem var galli auðvitað :)

Ég óska Jóni Gnarr og Besta flokknum alls hins besta í borgarpólitíkinni og er alveg viss um að þeir eiga bara eftir að standa sig vel!


mbl.is Meira ímyndunarafl en rökhugsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband