Aflífum mannandskotann!

Hvað á að gera við svona menn? Ég vil láta drepa þá, þeir hafa fyrirgert lífi sínu með þessum gerðum.

Legg til að fólk hafi gætur á nágrönnum sínum, það er varla eðlilegt að stúlkurnar hafi getað búið þarna í öll þessi ár og enginn vitað neitt.

Finnst líka að yfirvöld ættu að rannsaka innviði trúarsöfnuða í heiminum. Það er hægt að gera allan andskotann í nafni trúarinnar!

Þetta er svo mikill viðbjóður að ég eiginlega stend alveg á gati....


mbl.is Jaycee hittir fjölskyldu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

En konuna hans?

Heiða B. Heiðars, 28.8.2009 kl. 19:34

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá Heiðu manni skilst á fréttum að þau hafi sameiginlega framkvæmt þetta ódæði.  Annars mætti þessi vesæli ódæðismaður prísa sig sælan ef hann yrði tekinn af lífi, í samanburði við meðferðina sem kynferðisglæpamenn fá frá föngum, sem finnst þetta vera viðbjóður.

Sigurður Þórðarson, 28.8.2009 kl. 20:36

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

En það væri svo sem eftir öllu ef fram stíga konur sem fullyrða að konan hans sé líka fórnarlamb

Heiða B. Heiðars, 28.8.2009 kl. 20:56

4 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Ja, konan hans skilst mér að sé meðsek svo auðvitað á að dæma þau bæði jafnt! Held að hún sé ekkert fórnarlamb, bara viðbjóður eins og kallinn....

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 29.8.2009 kl. 00:31

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er skelfilegur hroki falinn í kröfu um dauðadóm. Engin hugsun er jafnmikil hrópandi mótsögn í eðli sínu. Ég skil reiði þína yfir svona skrýmslum sem þessi hjón eru, en hvað í ósköpunum getur gefið þér, eða öðrum , rétt til að taka líf manneskju?

Er ekki einmitt reiði þín sprottin af þeirri staðreynd að lífi stúlkunnar var stolið?

Hún gerð að þolanda einhvers sem tekur sér algjört vald yfir henni og lífi hennar?

Haraldur Davíðsson, 29.8.2009 kl. 14:24

6 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Sko...ég veit ekki. Kannski eigum við mennirnir ekki að dæma um líflát...kannski er það á valdi æðri máttar en hvað á að gera við svona fólk? Mér finnst ævilangt fangelsi of gott....það er alveg munur á að myrða manneskju hreinlega eða eyðileggja líf hennar. Ég held að þessi kona hefði betur dáið sem ung stúlka....á hún einhvern tíma eftir að jafna sig? Og þessi börn.....hjónin stálu ekki bara lífi einnar manneskju, heldur þriggja!

Annars skilst mér að kynferðisbrotamenn sæti illri meðferð af öðrum föngum í fangelsum og ég get bara glaðst yfir því.

Held að konan sé meðsek og óttast helst að henni verði þyrmt vegna kynjamunar, eins furðulegt og það er.

En Haraldur....hvað viltu til dæmis gera við Fritz sem hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og nauðgaði henni allan tímann og gat með henni sjö börn? Á þessi maður virkilega einhvern rétt á að lifa? Vill eitthvert þjóðfélag gefa honum að borða það sem hann á eftir ólifað?

Æ, ég veit það ekki.....auðvitað eru margar pælingar á bak við þetta en ef ævilangt fangelsi er mesta refsingin og venjulegir morðingjar fá hana....hvað eiga þá svona skrimsli að fá?

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 29.8.2009 kl. 17:55

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Samfélagið ber ábyrgð á ÖLLUM sínum börnum...svörtu sauðunum líka.

Fritzl tilheyrir hópi fólks sem er augljóslega ekki fært um að virða grundvallarreglur samfélagsins, svo hann ber að taka úr umferð. En dauðarefsing er ekki skarri verknaður en það sem hann gerði. Fyrir utan þá staðreynd að saklausir eru of oft teknir af lífi, t.d í USA, þá er dráp sem refsing ekkert annað en hefnd!

Ef við byggjum á hefnd, erum við þá nokkru skárri en Fritzl ? Áttu börn? Myndir þú samþykkja að ef þín börn gerðu sig sek um eitthvað í þessa veru, ætti að taka þau af lífi?

Ef ekki þá hversvegna?

Haraldur Davíðsson, 30.8.2009 kl. 14:33

8 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Það er voðalega erfitt Haraldur að ætla sér að setja eigin börn í hlutverk svona skrímslis og ég hreinlega get það ekki. Ég er að nokkru leyti sammála um að við mennirnir eigum ekki að sjá um að taka líf manna. Aftur á móti get ég varla samþykkt að svona viðbjóðir séu settir undir sama hatt og annað fólk. Eins og ég hef komið inn á, eru morðingjar viða um heim dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir kannski 1. gráðu morð þar sem fórnarlambið er kannski snöggt tekið af lífi. Það er hræðilegt en ég myndi ekki setja þannig morðingja, sem hefur kannski myrt einu sinni og það af völdum afbrýðissemi eða hvað eina, á sama stall og skrímsli á borð við Fritzl og þessi hjón.

Mér finnst að refsingar verði að vera í takt við brotið og hvaða refsing er verri en ævilangt fangelsi? Þessi skrímsli hafa eyðilagt líf fjölda fólks um aldur og ævi....hvaða refsing er tilhlýðileg fyrir það? Komdu með einhverja verri refsingu en ævilangt fangelsi og ég skal hugsa málið með hvort ég vil láta lífláta þetta fólk eða ekki....

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 30.8.2009 kl. 16:16

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þrælkunarvinna? En ævilöng frelsissvipting er hörð refsing í sjálfu sér, og varla hægt að hugsa sér verra fyrir einstakling sem þrífst á valdi og yfirráðum yfir öðru fólki að vera undir aðra settur og sviptur öllu sjálfsforræði og frelsi. Blóðþorstinn sem þessir menn kalla fram í þér er til heiðurs þessum mönnum sem tekst að gera þig hliðholla manndrápi...sorglegt ef þú vilt ekki setja börnin þín í þeirra spor, en ert tilbúin að drepa menn...

Haraldur Davíðsson, 31.8.2009 kl. 00:24

10 identicon

Haraldur hættu að afsaka og verja hættulega glæpamenn og leitaðu þér aðstoðar. Þú virðist hafa full mikla samkennd og skilning með þessu glæpahyski.Grunsamlegt.

valdimar (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 01:52

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Valdimar, hvar afsaka ég þennan mann? Hvar ver ég hann? Hvernig færðu það út að andstaða mín við dauðarefsingar byggist á vörn til handa svona manni?

"Fritzl tilheyrir hópi fólks sem er augljóslega ekki fært um að virða grundvallarreglur samfélagsins, svo hann ber að taka úr umferð"

Er ég að verja hann?

Og hví skyldi ég leita mér aðstoðar? Það væri nú til mikillar aðstoðar að vita það...en ég vil hvetja þig "valdimar(ip-tala skráð)" að koma fram eins og maður en ekki sem nafnlaus mannleysa, ætlir þú að vera með dylgjur um  heilbrigði mitt eða æru..eða ertu ekki að ýja að því að við eigum eitthvað sameiginleg, ég og ofbeldismaðurinn?

Tsk tsk tsk...þetta kalla ég hugleysi. En þú?

Haraldur Davíðsson, 1.9.2009 kl. 02:17

12 identicon

Haraldur:

Brot gegn börnum og sérstaklega svona viðbjóður kallar alltaf fram sterk viðbrögð hjá fólki.

Fólk virðist knúið til að krefjast dauða þessara manna til þess að sýna réttlætiskennd sína. Margir líkt og Valdimar óttast að ef þeir fordæma ekki svona verknað með dauða og jafnvel pyntingum áður séu þeir að gefa í skyn að þeir séu að verja þessa glæpamenn og séu jafnvel samþykkir svona hegðun.

Ég er sammála þér. Hver erum við að dæma hver skuli lifa og deyja.

Karma (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 09:33

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þakka þér Karma, og líklega er þetta rétt hjá þér. Ég á 3 börn sjálfur, svo ég skil sterk viðbrögð, en mér er fyrirmunað að sjá að hegðun annara gefi mér rétt á að taka líf viðkomandi.

Haraldur Davíðsson, 1.9.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband