Eru allir gengnir af vitinu???

Hvað er að? Haldið þið að einhver vilji borga þessar skuldir óreiðumanna? Ekki nokkur sál en við VERÐUM AÐ GERA ÞAÐ!!!! Haldið þið virkilega að Bretar og Hollendingar samþykki það bara að við segjum: Æ...við erum svo lítil og smá að við getum ekki borgað þetta...so sorry? Sko...ef við borgum þetta ekki, þá bara dynja á okkur endalaus réttarhöld hægri vinstri fyrir utan að við fáum á okkur endalaus viðskiptabönn!

Viljið þið, sem mótmæla samningunum, taka ábyrgð á þeirri félagslegu einangrun sem við lendum í ef við þrjóskumst við að borga? Haldið þið virkilega að Jóhanna og Steingrímur séu svo illa innrætt að þeim finnist það bara gott á okkur og okkar afkomendur að standa skil á þessum helvítis milljörðum? Þessi ríkisstjórn er að gera sitt besta og hefur sennilega hleypt af stokkunum besta samning sem hægt var að gera í þessari stöðu....

Þeir sem væla um að ríkisstjórnin sé arfaslök ættu að gera sér grein fyrir að engin einasta ríkisstjórn nokkurn tíma hefur lent í þessari aðstöðu eins og þessi og vonandi gerist það heldur ekki aftur!

Og í sambandi við stækkun Sjálfstæðisflokksins....hafið þið gullfiskaminni? Eru allir búnir að gleyma hverjir stóðu að baki einkavæðingunni sem svo loksins setti þjóðina á hausinn? Í guðs bænum ekki hleypa Sjálfstæðisflokknum aftur í stjórn....

Mig langar ekki að borga þetta og mig langar ekki að mín börn og barnabörn þurfi þess heldur. En við verðum að gera það! Hins vegar langar mig að fangelsa alla þá útrásarvíkinga sem báru ábyrgð á þessu plús spillingaröfl innan þáverandi ríkisstjórnar!

Ég ætla RÉTT að vona að forsetinn skrifi undir!


mbl.is Yfir 50 þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Þú ert sem sagt hlynt því að við gefum frá okkur dómsvaldið til erlendra þjóða í þessu máli og gögum til þeirra sem sigruð þjóð. Gordon Brown hlær af okkur núna nema hann sé vanur að Bretar fái allt upp í sína hendur. Þekki Hollendinga ekki eins vel til að dæma þá.

Það rusl sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar komu með heim á sínum tíma verri en sá samningur sem nú var kosið um, hinsvegar kom sá samningur aldrei til samþykktar á Alþingi að neinu viti. Þessi gerði það þó og fékk aftur á móti góða meðferð í sumar sem endaði í skrárra samningi en Svavar gamli samdi um. Ég vissi alltaf að Bretar og Hollendingar myndu aldrei samþykkja lögin frá Alþingi í sumar og já vissulega hafði ég rétt fyrir mér. Nú var þetta allt breytt og í raun líkara upphalflega samning að nýju.

Okay kæra vínkona, já þú hefur rétt fyrir þér. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hófu þessa einkavæðingu og misheppnaðist hún svo rækilega eins og við sjáum svö glöggt í dag. Þurfum enga sérfræðinga til að segja okkur til um það, við vitum það öll sama hvort við séum hægra megin eða vinstra megin við línuna. Það sem þessi atkvæðisgreiðsla sneríst þó um var aðalega ekki um samninginn sjálfang helfur, hey .... þið hafið gert þetta sama áður, þess vegna meigum við gera það núna. Meina í guðana bænum átti þetta nýja Ísland ekki að vera nýja Ísland, eða túlka vinstri menn þetta sem "hefnum okkur á hægri mönnum sem eru héldu okkur frá völdum í 18 ár" refsun. Ég allavega sá þetta ekki fyrir mér sem nýja Ísland. Kosningarnar í apríl áttu að snúast um að fá hæfasta fólkið til starfa. Það var þó ekki niðurstaða kosningana, fengum ekki hæfasta fólkið. Við getum hrópað endalaust hvað fyrrverandi stjórnarflokkar höfðu gert, þ.a.s. Sjálfstæðisflokkurinn með Framsóknarflokkurinn eða síðasta Samfylkingunni í ríkisstjórn höfðu gert í sömu aðstöðu en ekki getum við sagt það fyrir vissu. Hví? Vegna þess að Samfó og VG vildu þetta starf. Þetta er á þeirra ábyrð hvernig þeir héldu þessum viðræðum áfram og á þeirra ábyrð hvernig þetta mál var unnið, endum öðrum. Getum alltaf kallað að þetta sé hinum að kenna en einhverstaðar hættir þetta að virka.

Fyrirgefðu Adda mín að ég sé að hella mig yfir þína færslu en ég bara verð að losa mig við þetta úr hugaum, því ég bara get ekki haldið þessu eftir í hausnum mínum. Vill bæta við að já, ... réttilega fær þessi ríkisstjórn eitt erfiðasta verkefni í hendurnar í sögu lýðveldisinns. Hinsvegar þýðir það ekki að þeir fá endalausa samúð. Einnig er ég sammála þér með að ég vill ekki borga skuldir einkafyrirtækja eða dæma börnin mín (ófædd þessa stundina og óvíst hvenær það gerist) til að greiða þetta líka. Ég vona svo sannarlega að forsetinn staðfesti ekki lögin, þótt ég sé hræddur um að hann staðfesti þau. Ég er kominn með nóg af þessum hálkubrekkum sem hafa verið settar fram af hinum og þessum. Ef landið lokast þá tökum við einfaldlega á því þegar þangað er náð. Við erum lítil þjóð, við viljum standa við okka lagalegar skuldbindingar en ef regluverkið er gallað er það ekki okkar mál að leiðrétta það. ESB, sem gerði þessar reglur, á að taka sökina og leiðrétta það. Ekki búa til nýjan Versalasamning sem skellir skuldinni á heila þjóð og að stjórnmálaflokkar skella skuldinni á aðra tvo stjórnmálaflokka til að hefna sín á þeim.

Enn og aftur, afsakaðu mig fyrir að hella mig yfir þína færslu og já skjótið að vild á móti.

Undirritaður er frjálshyggjumaður. Aftur á móti kýs ég ekki blint heldur skoða öll málefni, áheyrslur og umræður áður en ég tek ákvörðun um svona mál.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 1.1.2010 kl. 08:15

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ja, thad er liklega rettast ad brosa og leggjast a bakid og lata ad vilja Brown og Darling.

Jónatan Karlsson, 1.1.2010 kl. 09:01

3 identicon

,,VIÐ VERÐUM AÐ GERA ÞAÐ?!" Heyrðu, Adda, ég held að það vanti ansi margar blaðsíður í þig. Við verðum ekki að borga þetta, af því að við stofnuðuðum ekki til þeirra, er það á hreinu, Adda?!

Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 09:15

4 identicon

,,VIÐ VERÐUM AÐ GERA ÞAÐ!!!" Rétt skal vera rétt.

Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 09:20

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér sýnist þú einna helst gengin af vitinu. Allavega hefurðu ekki hugmynd um hvað þú ert að tala hér. 

Okkur ber akkúrat engin skylda til að greiða þetta. Það er skjalfest. Við liggjum undir fjárkúgunum manna, sem ákváðu að greiða sparifjáreigendum skaðann í sínu landi til að vernda fall bankakerfisins, þessar greiðslur kölluðu þeir svo lán til okkar, án þess að við höfum beðið um það, bærum ábyrgðina né skrifað undir þá skuldbindingu.

Áður en þú treður hér móðursýkislega inn á ritvöllinn aftur, þá kynntu þér hvað þú ert að tala um eða skiftu að minnsta koti yfir í koffeinlaust.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.1.2010 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband