Hörmungar útrýmingarbúðanna

Við skulum aldrei gleyma þessum mannlega harmleik sem Hitler olli. Berum þá virðingu fyrir þeim tugþúsundum manna sem voru myrtir þarna, að rifja reglulega upp geðsýkina sem þessi maður var haldinn. Þetta er ein mesta hörmung mannkynsins að mínu mati þó vissulega hafi fleiri hörmungar riðið yfir.

Veltum því líka svolítið fyrir okkur hvernig hægt er að múgsefja þúsundir manna sem voru böðlar og verðir í SS-sveitunum. Hvernig gat þetta gerst að einn maður gæti mögulega fengið þessa menn til að myrða saklaust fólk?

Pössum að þetta gerist aldrei aftur...verum öll á verði fyrir heilaþvotti geð og valdasjúkra manna og kvenna. Skoðum hvað er að gerast í heiminum. Hvað með þessa litlu ofsatrúarsöfnuði sem víða finnast? Hvað gerðist um árið þegar forstöðumaður einhvers safnaðar í BNA fékk allt fólkið til að kveikja í sér í von um paradís á himnum?

Verum alltaf gagnrýnin á allan heilaþvott og látum ekki nota okkur í valdasjúkum tilgangi.

 


mbl.is Brotnaði niður í réttarsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Historiker

1) Það getur enginn einn maður orsakað svona lagað.

2) Hitler var ekki geðveikur nema kannski alveg undir restina.

Historiker, 2.12.2009 kl. 01:34

2 identicon

Nú er það svo að trúað fólk, sem einlæglega trúir boðskap Biblíunnar, er almennt kallað í dag ofsatrúarfólk af þeim sem hugnast ekki staðföst trú þess.  Ertu að meina það fólk eða einhverja geðsjúklinga þegar þú talar um ofsatrúarsöfnuði? 

Ég næ svo ekki því samhengi sem þú setur milli þess sem þú kallar öfga trúhópa og þetta með Hitler.  Það þarf ekki trúað fólk til að véla fólk undir sig og ráðskast með það.  Pólitíkin hefur alla tíð verið undirlögð í þessu rugli og fólk gengst af fúsum og frjálsum vilja undir það vald og átrúnað sem þar er.  Hér á landi t.d. mæra menn út í eitt fyrrum þjóðarleiðtoga sem hafa sett þjóðina í fjárhagslega fjötra, svo blindur getur átrúnaðurinn verið. 

Ég er svo sammála þér að við verðum að passa okkur á að ógnartíð Hitlers sáluga verði ekki endurvakin.  En þá verðum við líka að átta okkur á að í kjölfar vondra leiðtoga kemur oft hið illa.  Hið illa í manninum spilar gjarnan á sálarangist fólks og kall þess á réttlæti vegna áratuga misréttis og kúgunar.  Fólk finnur nefnilega ekkert réttlæti í því að þeir sem telja sig eiga að hljóta meiri umbun fyrir brauðstrit sitt séu eitthvað betra fólk en sauðsvartur almúginn. 

Takk annars fyrir sýn þína á lífið þó við sjáum það kannski ekki með sama móti.

Daníel (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband