24.11.2009 | 18:48
Fjölskyldumaður?
Það er merkilegt hvað löggjafinn stendur oft með gerandanum. Á nú að hafa áhrif að hann er fjölskyldumaður? Hvað með stúlkuna sem var brotið á?
Kynferðisdómar eru alltof vægir, alltof linir. Þessir menn eiga ekkert gott skilið sem brjóta svona gagnvart börnum!
Gera menn sér grein fyrir hvað afleiðingarnar geta orðið óskaplegar? Þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, skömm, sektarkennd...ég gæti talið ótal afleiðingar af kynferðisofbeldi.....
Braut gegn stúlku fyrir 14 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Geriru þér grein fyrir því að þótt hann gerist sekur um glæp þá er hann líka mennskur.
Að segja að hann eigi ekkert gott skilið er full djúpt í árinni tekið.
Til þess að hafa mök við 12-13 ára stúlku þarf 19 ára strákur að eiga við einhver vandamál sjálfur, hugsanlega geðræn eða þunglyndi eða heldurðu að maðurinn hugsi með sér hmm mér leiðis..best að fara bara og stunda kynlíf með barni.
Það sem tekið er tillit til í dóminum stendur hugsanlega fyrst og fremst að ekki var um ofbeldisverk að ræða, maðurinn er eins og kemur fram í fréttinni fjölskyldumaður og óvíst að fangelsis vist breyti einhverju. Maðurinn gæti þess vegna verið fyrirmyndarborgari í dag og þá er hætt við því að börnum hans yrði meira slæmt fyrir það að hann myndi sitja inni frekar en það að það geri einhverjum eitthvað gott.
Ég held að þig vannti smá þroska áður en þú ferð að tjá þig um svona mál.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 19:50
Maður sem er orðin 19 ára veit vel að það er mjög rangt að stunda kynlíf með 12 og 13 ára gömlu barni. -Hann játar, hann er sekur. -Menn sem misnota börn gera það mjög oft aftur&aftur. Eru börnin hans örugg hjá honum?
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 22:43
Kleópatra, fyrir 19 ára strák sem hugsanlega á við geðræn ( nú er ég bara að giska út í loftið ég þekki þetta einstaka tilfelli ekki ) vandamál að stríða.
Á kannski ekki mikið af vinum þannig hann hengur með yngri krökkum. Í þess háttar tilfellum þá halda báðir aðilar hugsanlega að þeir séu að stunda eðlilegt kynlíf.
Þegar maðurinn síðan kemst til ára sinna gæti vel verið að hann þroskist og lifi bara ósköp eðlilegu lífi.
Ég ítrekta að ég er einungis að geta mér til þar sem ég þekki málsatvik umrædds máls ekki, en ég þekki persónulega nokkrar stelpur sem byrjuðu að sofa hjá 12 ára gamlar. Ég byrjaði á því sjálfur 13 ára. Á meðan ekki er um nauðgun að ræða heldur eins og fréttin gefur til kynna samræði við of unga stelpu. Að þá er bara ekkert óeðlilegt við það að setja manninn ekki í fangelsi.
Refsingar eru ekki einhver hefning heldur almennt séð litið á þær sem betrun. Ef maðurinn er kominn til ára sinna og hefur þroskast eitthvað að þá gerir fangelsis vist ekkert fyrir hann og fær stelpuna ekki til að líða neitt betur.
Á hinn bóginn gæti fangelsis vist hugsanlega tekið hann af heimilinu, heimilið stendur þá ekki lengur undir afborgunum og öll fjölskyldan hans gæti liðið mjög mikið fyrir eitthvað sem hann gerði sem krakki og þá væntanlega vegna þroskaleysis.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 23:04
Sko....19 ára maður er fullorðinn og því ábyrgur gerða sinna. Hann brýtur lög með samræði við 12 ára stúlku. Skiptir engu máli hversu þroskaður hann er, hann er lögbrjótur!
Maðurinn misnotaði barnið og ég segi eins og Kleopatra.....hvað með hans eigin börn? Hann mun mjög líklega misnota börn aftur og þó hann sé fjölskyldufaðir á hann ekki að fá styttri né betri dóm!
Þetta snýst um að taka afleiðingum gerða sinna, ef ekki er hægt að fangelsa menn fyrir lögbrot, hvað viltu þá gera? Taka í hendina á þeim og þakka þeim fyrir???
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 24.11.2009 kl. 23:20
Arnar: ég hef svolítið út á að setja á það sem þú segir.
"Ef maðurinn er kominn til ára sinna og hefur þroskast eitthvað að þá gerir fangelsis vist ekkert fyrir hann og fær stelpuna ekki til að líða neitt betur."
Þroskast eitthvað frá þvi að vera kynferðistafbrotamaður??? Ef það væri nú hægt... Og jú..það fær stelpuna til að liða betur að hann fær einhverja refsingu fyrir að eyðileggja líf hennar. Mér hefði alla vega liðið betur ef að helv. ógeðið sem misnotaði mig í nokkur ár gróflega frá því að ég var 7 ára, hefði farið í fangelsi! Hann fékk skitin árs skilorðsbundin dóm. Fjölskyldumaður í dag líka, en engu hætishót betri fyrir það! það eru alltaf einhverstaðar ruglaðar stelpur sem er sama þótt þær eiginst börn með barnanýðingi.
"...sem hann gerði sem krakki og þá væntanlega vegna þroskaleysis."
Mér finnst 19 ára vera langt í frá að vera krakki! Er ekki alveg í lagi? Krakkar eru upp í eitthvað í kringum 13 ára...síðan verða þau unglingar og 18 ára FULLORÐIN!
Ég vill samt ítreka að ég er bara að tala um þessar setningar hjá þér sem þú setur fram. Eins og þú þekki ég ekkert til þessa tiltekna máls en varð að kommenta á það sem þú varst að segja um hið almenna (ef svo má segja) við þetta mál.
Mrs X (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 23:44
Datt einhverjum hérna í hug eða þá fréttamanni að athuga að þetta er að sjálfsögðu dæmt eftir þeim lögum sem voru í gildi árið 1995. Ég er nú enginn expert en ég þykist vita að refsiramminn hafi verið annar þá.
Karl Jón (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 02:33
Mrs X, ég þekki svona mál og önnur betur en þú gerir þér grein fyrir. Þótt þú haldir að þér líði eitthvað betur þótt "helv. ógeðið" sem að gerði þér þetta hefði setið inni. Sú tilfinning er byggð á reiði og er ósköp eðlileg en myndi ekki hafa langvarandi áhrif á þína líðan. Það er ekki til sá hlutur sem að nagar sálina meira heldur en reiði.
Svo er stigsmunur á kynferðisbrotum. Eru það fullorðnir menn lokka til sín börn, eru það menn sem ræna börnum og misþryma þeim, eru þetta fjölskyldu meðlimir eða einhverjir sem að barnið treysti og misnotaði þannig stöðu sína. Var þetta nauðgun ? Eða var þetta eðlilegt kynlíf að öllu leiti nema það að stúlkan var of ung.
Það eru til fjölmörg dæmi þar sem ungar stúlkur hafa samneiti við stráka þeim örlítið eldri. Þó að löglega sértu orðinn fullorðinn 18 ára þá verður maður ekkert bara allt í einu þroskaður á auga bragði. Margir taka út sinn þroska fyrr sumir síðar og sumir virðast aldrei ætla að gera það.
En mér þykir alls ekkert ólíklegt að þarna hafi hugsanlega verið um að ræða tilfelli þar sem strákurinn hefði kannski verið lagður í einelti og bara átt vini sem voru honum yngri og hugsanlega voru þau kærustupar eða eitthvað í þá áttina.
Þá ef að maðurinn hefur síðan einhvern tíman unnið úr sínum málum þarf ekkert að vera að hann beri einhverskonar afbrigðilega kynhvöt gagnvart börnum. Ef að maðurinn er ekki ógn við samfélagið þá þjónar fangelsis vist litlum sem engum tilgangi.
Svo til hliðsjónar að þá eru í mjög mörgum tilfellum gerendur í misnotkunarmálum fórnarlömb sjálfir þegar þeir voru yngri eða eiga við einhverskonar geðræn vandamál að stríða. Ég held að við getum bæði verið sammála um það að það ákveður enginn heilbrigður maður/eða kona bara allt í einu upp úr þurru að fara að misnota börn.
Svona tilfelli ber því að meðhöndla sem veiki og gerandinn þarf fyrst og fremst á hjálp til að leysa úr sínum málum. Ef hann fær ekki stuðning eða hjálp þá heldur hann sama leiknum áfram burt séð frá því hvað hann situr lengi inni.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 09:32
Er hefndarþorstinn að ná tökum á ykkur ? Eru menn orðnir blóðþyrstir og á bara að ná fram hefndum fyrst og spyrja svo ? Ég tek undir orð Arnars að það þarf fyrst og fremst að rannsaka fortíð gerandans og vera örugglega viss hvort að þessi brotamaður hafi örugglega verið sakhæfur á þessum tíma og ekki mega menn gleyma því að það gæti tekið mörg ár að ná andlegum þroska þó að viðkomandi einstaklingur hafi verið 19 ára löglega sem fullorðinn maður. Hafið þið einhverja heimildir fyrir því að hann hafi verið sakhæfur á þessum tíma og ekki átt við geðröskum að stríða og verið heill að geði og vitað hvað er rétt og rangt ? Ef viðkomandi einstaklingur veit hvað hann er að gera og er heill að geði og geri sér grein fyrir hvað er rétt og rangt þá er hann ábyrgður gjörðar sinnar ef ekki þá á sá einstaklingur að leita sér læknishjálpar. Aldurinn segir ekkert um hvort að gerandinn sé sakhæfur eða ekki og ekki og ekki er hægt að setja geðsjúka afbrotamenn í fangelsi heldur frekar inn á stofnun þar sem viðkomandi brotamaður gæti fengið hjálp og lært að meta hvað er rétt og rangt. Yfirleitt áður enn að menn eru dæmdir þurfa menn að sætta geðrannsókn og hugsið aðeins út í það áður enn að þið dæmið um þetta mál.
No Name (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 11:08
Mig langar að benda hérna á annað blogg um þetta málefni og skoðun mína sem ég set þar. Þar sem ég bendi líka á að ansi margir sem tjá sig um svona málefni ættu að lesa sig betur til um einstakt málefni áður en þeir láta reiðina ná tökum á sér og tala óvarlega um það sem þeir ekki þekkja persónulega.
http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/983903/
Síðan langar mig að benda á þá sem að eru að stimpla þetta nauðgun... lesið dóminn áður en þið gangið svo langt... vissulega má deila um hvað er nauðgun og það á líka við um þetta mál.
Nína (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.