2.9.2009 | 09:44
Áhættuþóknun?
Mér finnst að fólk sem er í svona störfum eigi að fá áhættuþóknun! Þessi störf eru illa launuð og hættuleg í ofanálag! Hver vill vinna við þetta?
Ekki ég allavega.....
Slasaðist á hlaupum undan vistmanni á sambýli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverju breytir áhættuþóknun? Á fólk að verða sáttara við að lenda í hættulegum aðstæðum? Áhættuþóknun breytir engu um öryggi. Á hún að vera til að stinga upp í fólk snuði og það hefur ekki rétt á athugasemdum eða kvörtunum af því það fær jú borgað aukakrónur vegna áhættunnar?
Það væri nær að launin væru mannsæmandi við störf í þágu fatlaðra og það er ekki rétt að þau störf séu hættuleg almennt. Þau geta hins vegar verið það í einhverjum tilvika.
Anna Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 10:11
Öllu svona ummönnun er illa borguð - auðvitað á að borga þessu fóki mun betur en gert er
Jón Snæbjörnsson, 2.9.2009 kl. 10:56
kannski verður sett upp neyðarbjalla núna
Sigrún Óskars, 2.9.2009 kl. 11:38
og svo er Löggreglan að væla og vill fá straumtæki eða byssu..eiga þá hjukrunarfolk leigubílstjorar og þeir sem vinna á svona stöðum ekki lika að fá vopn? 2 sinnum hefur leigubílstjóri verðið stungin i hálsinn með hníf og einusinni skotinn til bana hefur lögreglan lemt i þvi sama? þessir táragas brúsar sem þeir eru með er alveg nóg held aðfleiri ættu að fá rétt á að ganga með svona brúsa
jon hjálpar (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 12:39
Ég er ekki á því að heilbrigðisstarfsfólk eða leigubílsstjórar gangi með piparúða kylfur og önnur vopn eins og Jón hjalpar talar um. Efast um að heilbrigðisstarfsfólk vilji það sjálft. Þessi sambýli og stofnanir eiga að vera VEL mannaðar fólki sem er ÞJÁLFAÐ til þess að takast á við fólk sem getur gengið af göflunum og sýnir ofbeldishegðun. Auðvitað á þetta fólk sem gegnir þessum erfiðu og mikilvægu störfum að vera vel tryggt ef það slasast við vinnu sína. Svo þarf að fara að greiða fólki í umönnunarstörfum mannsæmandi laun.
Til jon hjalpar.
Jón þú talar af algjörri vanþekkingu varðandi lögregluna sem kemur þessu tiltekna máli ekkert við. Þú ýjar að því að lögreglumenn sé með væl og verði ekki svo oft fyrir ofbeldi. Rannsókn embættis ríkislögreglustjóra sem gerð var árið 2005 á ofbeldi gegn lögreglumönnum leiddi í ljós að á árunum 2000 til 2005 var vopnum beitt í 14 % tilvika. Vopnið var eggvopn í 34 % tilvika, barefli í 33 % tilvika, ökutæki í 19 % tilvika og "annað" í 15 % tilvika. Í einu tilviki var lögreglumanni ógnað með skammbyssu. Þá hafði 1% lögreglumanna orðið fyrir ofbeldi sem leiddi til líkamlegrar fötlunar. Sjá nánar á http://www.logreglan.is/upload/files/ofbeldi_itarefni_lok.pdf
Gunnar (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 15:55
Starfsfólk á sambýlum er ekki heilbrigðisstarfsfólk. Sambýli fatlaðra heyra undir félagsmálaráðuneyti og starfsfólk þar eru stuðningsfulltrúar. Fagfólk á sambýlum eru Þroskaþjálfar.
Laun eru náttúrulega allt of lág í þessum greinar en í þessu tilfelli eru það öryggismálin sem þarf að laga. Það er því miður búið að vera fremur naumt skammtað fé til í þennan málaflokk og í gegnum árin hefur allt verið gert til að nýta það fjármagn sem er til sem best. Sem þýðir að mönnun á þessum stöðum er oft nálægt öryggismörkum. Og öryggistæki eins og hnappar eru á sumum stöðum en kosta peninga og því oft nokkur tími sem líður frá því að ósk kemur um hann og þar til kerfið kemst á.
Byrjunarlaun 20 ára starfsmanns er um 160 þúsund sem er náttúrulega bara brandari.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.9.2009 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.