Búrka er mannréttindabrot

Mér finnst mannréttindamál að banna búrkur. Legg til að við Íslendingar höfum gát á hverjum við hleypum inn í landið og samþykkjum ekki klæðaburð á við búrkur. Sé kannski ekkert athugavert við höfuðklúta meðan andlitið sést en fólk á ekki að hylja sig á almannafæri.

Við eigum líka að fordæma kvennakúgun eins og viðgengst í mörgum íslömskum löndum og ekki leyfa fólki sem ekki virðir jafnrétti að koma hingað til landsins. Hef margoft verið í Danmörku og finnst skelfilegt að sjá allar þessar slæðuklæddu konur þar á götum!

Gerum ekki sömu mistök og grannþjóðir okkar. Verum á varðbergi gagnvart menningarstraumum sem sækja hingað í okkar fámenna land!


mbl.is Danir deila um búrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Breskur fréttamaður setti á sig skíðagrímu og gekk niður Oxfordstreet. Hann var handtekin innan við nokkrar mínútur. Þegar hann var handtekin, sem hinn versti hryðjuverkamaður, benti hann lögreglu á allar konurnar er gengu um ekki að eins með hulið andlit heldur einnig í tjaldi. Mjög athyglisverður gjörningur hjá honum sem hann skrifaði svo um og vakti mikla athygli.

Að búrkur skuli viðgangast í vestrænum ríkjum er með ólíkindum.

Halla Rut , 18.8.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: brahim

Sömu fordómar og í pistli Höllu Rutar...kynnið ykkur siði og venjur múslíma þjóða áður en þið berið á borð þessa fordóma ykkar.

Hvernig þætti ykkur t.d. ef þið flyttuð til landa með ólíka siði og venjur en við Íslendingar eða önnur vestur evrópu þjóðir höfum...og ykkur yrði skikkað til að kasta þeim frá ykkur....

Ég er hræddur um að þið mynduð ekki sætta ykkur við það...sýnið því meira umburðarlyndi gagnvart öðrum siðum og venjum.

brahim, 18.8.2009 kl. 01:48

3 identicon

Ef folk tekur tha akvordun ad flytja til annarra landa tha verdur thad ad adlagast nyjum sidum i nyja landinu og ef thad getur ekki saett sig vid log og reglur i nyja landinu tha a thad ad hypja sig heim til sin.

Ef eg mundi flytja til Saudi Arabiu tha vaeri mer ekki leyft ad labba i minum stuttbuxum og hlyrarbol a gotum i thvi landi. Eg gaeti omogulega saett mig vid sidi i Saudi Arabiu og er thvi ekki ad flytja thangad og reyna ad breyta logum og reglum thar.

Thessar svokolludu burkur er lika spurning um oryggi. Thad veit engin hver felur sig bakvid thessar grimur. Hvad med vopnud ran? Til valid ad klaedast burku og raena og rupla og engin veit hvernig madur litur ut.

Birna (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 01:57

4 Smámynd: brahim

Endilega kíktu inn á síðuna hjá Höllu Rut og skoðaðu svar mitt sem og annarra þar

Gæti verið fróðlegt fyrir þig...auk þess var ég ekki endilega að tala um múslímsk ríki þegar ég talaði um að virða siði og venjur annarra þjóða.

brahim, 18.8.2009 kl. 02:07

5 identicon

Það er EKKI verið að tala um að banna Burku alfarið (í DK) Það er verið að tala um að banna hana á almannafæri.  Við erum að tala um vinnustaði, banka, pósthús, verslanir osfv. Ef að kona VILL nota þetta þá hef ég ekkert á móti því...enn ég skil vel að fólk vill ekki hafa þetta á almannafæri. Dani má ekki hafa hjálm á höfðinu og labba inn í verslun í DK....af hverju á þá að leyfa konum að hylja sitt andlit og fara inn í sömu verslun. Til BRAHIM....ef að íslensk eða dönsk kona labbaði um götum Kabul í bikini...myndi hún fá leyfi til þess ??(bara spyr)

Erik Jonsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 04:50

6 identicon

 Brahim, það sem þú skrifaðir hjá Höllu er flest bull. Burka er notuð um allan heim. ekki bara N.Pakistan og Afghanistan.

Nú og, ef að engar konur á Íslandi séu frá þessum svæðum, n.b. engar nota burku, er þá ekki sjálfsagt að banna þær. Það er þá ekki verið að valta yfir neinn.

þú segir þar einnig:                                                                                                  ''Þannig að þú ert eitthvað að misskilja þetta með Burkah. Notkun Burkah er t.d. ekki uprunin meðal múslíma...hún er tilkomin löngu fyrir tíma Íslam...og þá á meðal fólks sem lifði í eyðimörkum (hirðingja) til þess að verjast sandfoki.'' 

Sem sagt, hefur ekkert með trúna að gera! 

Það er jú bara verið að tala um að banna þetta á almannafæri. Sem því miður er orðið nauðsinlegt í dag. Það er að hefta frelsi einstaklingsins (sem ég er alfarið á móti Nema að  allmannaheill og hagur sé stærri) Vegna róttækra terrorista og annara glæpamanna.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 07:50

7 identicon

Vidi bara bæta við. Hjartanlega sammála þér Adda Guðrún.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 08:02

8 Smámynd: Svartagall

Í fyrsta lagi á að banna brjóstahaldara. Brjóstahaldarar eru mannréttindabrot. Það er ömurlegt að sjá konur á götum úti í þessari spennitreyju kvennakúgunar. Mín vegna mega konur vera í brjóstahöldurum heima hjá sér, en ekki á almannafæri. Auk þess ætti að stöðva alla ferðamenn sem klæðast brjóstahöldurum strax í flugstöðinni í Keflavík. Við vitum ekkert hvers konar fólk þetta er og hvers konar kúgun og ranghugmyndir það kemur með inn í landið. Til hvers er verið að pína konur til að hylja brjóst sín? Sumar konur eru meira að segja svo kúgaðar að þær halda því fram að þær klæði sig sjálfviljugar í brjóstahöld.

 Í öðru lagi á að banna fólki að klæðast sokkum í sandölum. Það er bara svo ótrúlega asnalegt.

Svartagall, 18.8.2009 kl. 08:23

9 Smámynd: brahim

Arnór V: Ef það er bull sem ég commenta hjá Höllu Rut...komdu þá með eitthvað sem afsannar það...fyrir utan það ættir þú að lesa 1stu málsgrein betur.

Nú og, ef að engar konur á Íslandi séu frá þessum svæðum, n.b. engar nota burku, er þá ekki sjálfsagt að banna þær. Það er þá ekki verið að valta yfir neinn.

Komdu með almennileg rök fyrir því að banna eitthvað sem er ekki einusinni til staðar.

Held að þú hefðir betur látið ógert að commenta hér og að sýna fram á fáfræði þína.

brahim, 18.8.2009 kl. 09:05

10 Smámynd: brahim

og augljósa fordóma gagnvart músímum.

brahim, 18.8.2009 kl. 09:07

11 Smámynd: brahim

Erik: Til BRAHIM....ef að íslensk eða dönsk kona labbaði um götum Kabul í bikini...myndi hún fá leyfi til þess ??(bara spyr

Þetta er svo barnaleg spurning að það tekur ekki nokkru tali...Það er er í mörgum löndum vestur - Evrópu bannað með lögum að ganga um götur í Bikiní klæðnaði eingöngu...nema þá á baðströndum...að öðru leiti er þetta ekki svara vert.

brahim, 18.8.2009 kl. 09:16

12 identicon

Brahim við skulum endurorða þetta. Ef konan mín færi með mér til Riyadh í Saudi Arabíu og færi með mér í bæinn klædd eins og hún er mjög oft klædd á Suður Spáni, þ.e. í stuttbuxur og t-skyrtu. Hvað fengi hún að ganga lengi???? Við skulum nú ekki ræða afleiðingarnar af þessu uppátæki hennar frekar. Væru við brögð sádana flokkuð undir fordóma eða hvað???? Málið er að Búrka er ekki tengt trú. Þetta segir friðarverlaunahafi Nóbels sem er kona frá íran. Hún segir að höfuðslæður og Brúrkur séu tengd svokölluðu feðraveldi en ekki trú. Ég vil setja skorður á klæðnað kvenna og karla á almannafæri þar sem andlit viðkomandi er að hluta til eða að öllu leiti hlulið. Þetta er mjög lítið mál að gera í rauninni og hefur mikið að gera með öryggi í þjóðfélaginu og kemru fordómum ekkert við. Það er nauðsynlegt að sjá almennilega framan í viðkomandi eins og til dæmis þegar verslað er með debetkorti eða þegar framvísa á ökuskýrteini.  Þessi krafa hefur ekkert með trú að gera heldur eingöngu common sens. Kveðja

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 09:31

13 Smámynd: brahim

ÞÞ:Nei hún fengi það ekki...ekki frekar en kona þín fengi að ganga óáreitt víðast hvar í V-Evrópu á nærbuxunum og brjóstahaldara einum klæða...og ekki segja að það sé ekki sami hluturinn...því það er nákvæmlega það sama...þykir ósiðlegt...Og talandi um Burkah, þá þekkist slíkt ekki í um 99% múslíma ríkjum...fólk dregur alltaf út þau ríki sem mestu öfgarnar eru í...eins og Afganistan, Saudi Arabiu og Pakistan...Það er ávalt leitað að neikvæðustu hliðum múslíma ríkja...en aldrei því jákvæða...um 99% múslímskra kvenna nota slæður (hijap) eða hreinlega ekkert. Þetta ætti mér að vera vel kunnugt þar sem ég sjálfur var kvæntur konu frá Írak.

 Það má bæta því við að meira segja á mínum unglingsárum gekk meirihluti Íslenskra kvenna með slæður og skuplur svokallaðar og þótti ekki tiltökumál.

brahim, 18.8.2009 kl. 10:08

14 identicon

Brahim ekki taka þetta svona illa ég er ekki að tala um nærbuxur og brjóstahaldara. Ekki toga þetta úr úr samhengi. Ég er að tala um stuttbuxur sem konur ganga mjög oft í þegar heitt er. Ná niður á hné og hlýrabol. Hún hefur verið svona klædd í flestum stórborgum í Evrópu og aldrei fengið athugasemdir frá einum einasta manni. Ekki einu sinni múslima!! :) .Ég er ekki að reyna að leita uppi neikvæðar hliðar heldur einmitt að segja að búrka sé EKKI trúarlegur klæðnaður heldur hafi að gera með hefðir(feðraveldið). Að ganga með slæðu er bara allt í lagi finnst mér og ég sagði það í mínum pistli hér að ofan ef þú hefðir lesið hann vandlega. Það er hins vegar annað þegar konur(eða menn) fara að hylja aldlit sitt þá eru athugasemdir gerðar. Ef þú (karlmaður) færir niður í bæ(Reykjavík miðborg) og gengir þar með skíðahúfu sem hyldi anlit þitt þá mundi lögreglan gera athugasemdir við þennan klæðnað ef hún sæi þig. Prufaðu bara að ganga niður laugaveginn með skíðahúfu. Þú gætir alveg sloppið en ef lögreglan sæi þig þá yrði þú stoppaður. Mér finnst að ef kona sem hyldi andlit sitt algerlega gengi niður laugaveginn þá ætti að stoppa hana og biðja hana að taka slæðuna frá andlitinu. Þetta hefur ekkert með fordóma að gera eins og ég sagði í mínum fyrri pistli.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 10:28

15 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Braims talar um að sýna öðrum þjóðum sömu virðingu og við ætlumst til af þeim. Ef ég ætla að flytja til Saudi - Arabíu eða þeirra landa sem nota höfuðslæður eða búrkur myndi ég þurfa að hylja mig á götum úti vegna þeirrar menningar sem þar er. Ég myndi sætta mig við það, ella ekki flytja til viðkomandi lands. Sömuleiðis krefst ég sem íslenskur ríkisborgari að fólk sem flytur hingað virði okkar land og menningu. Ég vil ekki þurfa að afgreiða konur með búrkur í bankanum eða búðinni og ekki geta séð framan í viðkomandi. Það að sýna andlit sitt á almannafæri er öryggisatriði. Að öðrum kosti skulu þeir sem ekki geta virt okkar menningu bara vera heima hjá sér þar sem má ganga með búrkur. Punktur.

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 18.8.2009 kl. 11:37

16 identicon

Þetta er alveg hárrétt hjá þér Adda Guðrún og alveg merkilegt hvernig fólk þarf alltaf að teygja þetta og toga og kalla þetta fordóma.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:15

17 identicon

Sko Brahim. Ég er ekki viss um að þú vitir að en í mörgum múslímskum löndum þá hafa konur ekki neitt val þegar að kemur að því að ganga í búrku. Þessum sið hefur verið þröngvað upp á konur til að sýna vald karlmanna yfir konum. Líkt og siðir sem segja til að konur eiga að ganga á eftir mönnum sínum og ekki vera einar á almanna færi og konum eigi að vera refsað fyrir að kasta skömm á fjölskyldu sína þegar þeim er nauðgað.

Það er ekki hægt að afsaka mannréttindabrot og mismunun með siðum eða trúarbrögðum. Það er bara rangt!!!

Búrkan er notuð til að styrkja þá hugmynd sem margir múslímar hafa, að konur séu óæðri karlmönnum og skuli koma fram við eftir því.

Enn í dag, í "siðprúðum" múslimalönum er verið að beita konur líkamlegum refsingum fyrir það eitt að ganga í buxum. Svipað þekktist í vestrænni menningu fyrir nokkrum öldum, þá voru það siðir vestrænna manna. Þú hefðir kannski viljað halda í þá siði lengur, Brahim?

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 16:49

18 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Sammála það á að banna burku ógeðið

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.8.2009 kl. 17:18

19 identicon

BÚRKAN ER HLEKKUR Í NÚTÍMA ÞRÆLAHALDI.

Pat Condel hefur smá skilaboð til viðkomandi aðila varðandi búrkuklæðnaðinn.
Búrkan eða Níkhab , er færanlegar fangabúðir fyrir kvenfólk. Hér er um hluti og hlekkur í nútíma þrælahaldi.

Hvenær sem ég sé kvenmann í búrku, þá veit ég að ég er í nálægtð við hugmyndafræði fasismans. Ef konan er ekki Nazisti, þá er eiginmaðurinn það eða faðir - eða hvaða karlmaður sem er sem pýnir hana til að klæðast þessum búnaði - er fasisti. 

Það ætti ekki einvörðungu að banna búrkuna, en sérhver sá sem neyðir konu til að klæðast búrku ætti að vera saksóttur, og dæmdur í fangelsi fyrir mansal.
Eða eins og Pat Condell segir: ,,Hófsamt fólk vekur ekki athygli á sér bara til að klína hatri sínu framan í menningingu sem það fyrirlítur. 

Úr Kóraninum um klæðnað:
Qur'an 033:059. Ó Spámaður, segið eiginkonum yðar, dætrum og öllum Múslímakonum að fara í yfirhafnir, þegar þær eru erlendis (utan heimilis). Svo að hægt sé að bera kennsl á þær og að þær verði ekki misnotaðar. Allah er náðugur og miskunnsamur.

Hér eru nokkur orð frá Dr. Wafa Sultan um búrkuna:
Búrkuklæðnaður Múslímakvenna er pólitísk yfirlýsing, gerð til að undirstrika að þær séu fylgjandi hinu pólitíska og fasíska Íslam. Múslímar nota endalausa dynti til að plata og svekkja gestgjafa sína, búrkan er eitt af verkfærum þeirra til þess, jafnframt því að sýna fram á að þeir hafi lamið konurnar sínar það vel fram og til baka að þær séu dauð hræddar um líftóruna í sér. Múslímum er uppálagt mikilmennskubrjálæði í Kóraninum og það sjálfsálit að þeir séu með hina einu réttu trú(arpólitík) og því yfir alla aðra hafnir. Auk þess þá fullyrða þeir að Kafírarnir (Ekki-Múslímarnir) fari til helvítis að jarðvistinni lokinni, en þeir sjálfir upp í Paradís, þar sem þeir njóta vífs, góðra vína og vistarvera. Kynjamisrétti og rasismi á allan hátt er innbyggt í hið Pólitíska Íslam.

Dr. Wafa Sultan, sálfræðingur og fyrrverandi Múslími frá Sýrlandi, segir að það sé enginn munur á ,,hófsömum" og ,,öfga" Múslímum. Ef einhver er Múslími þá fylgir hann hinu pólitíska og fasíska Íslam 100% og hefur engar fyrirætlanir um að sameinast gestgjafaþjóðfélaginu.


Á meðan Múslímar eru fáliðaðir í gestgjafaþjóðfélaginu, þá segja þeir að allir séu bræður og hafi sama Guð, en um leið og þeir komast í meirihluta þá heimta þeir að allir játist Íslam og Allah og lifi undir Sharia lögum. 

Þeir sem ekki játast Íslam eru gerðir að undirmálsmönnum í eigin fjöðurlandi og þurfa að borga verndarskatt. Í Kaíró í Egyptalandi búa 100.000 kristnir menn á ruslahaugum borgarinnar og draga fram lífið með því að endurvinna sorpið. Kirkjur mega þeir hvergi byggja í Múslímaparadísunum og varla halda við þeim sem fyrir eru

.
 Breskur blaðamaður komst inn á svæðið þrátt fyrir bann lögreglunnar og birti þrjár fréttamyndir af hneykslinu. Sjá þessa slóð:  

http://www.youtube.com/watch?v=cS4HmV6duiU 


http://www.youtube.com/watch?v=TlkxlzTZc48

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:06

22 Smámynd: brahim

Skúli:Þeir sem hafa lesið blogg þín...vita að þú ert einna öfgafyllsti maðurinn hér á blogginu í trúmálum sem og fordómafyllstur gagnvart múslímum af öllum að ég get fullyrt...og þar af leiðandi ómarktækur með öllu. Og hvað þessi youtube video varðar þá kemur þetta upp...This video has been removed due to terms of use violation...Og Pat Condell sem þú einnig vísar í er alþekktur öfgasinni í trúmálum eins og þú sem og hafa sömu fordóma gagnvart múslímum eins og þú einnig.

Kíkið frekar á linkinn hennar Tinnu...mun marktækara það sem þar kemur fram.

brahim, 18.8.2009 kl. 23:12

23 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Pat Condell og Skúli eru engir öfgamenn, einu öfganir sem ég sé hér koma úr þér brahim og múslimasleikjuni Tinnu

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.8.2009 kl. 23:43

24 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvaða öfgar (kvk.ft.nf.) koma frá mér?

Ég er reyndar nokkuð hrifin af Pat Condell...ég mæli með því að þið horfið líka á myndböndin þar sem hann gagnrýnir önnur trúarbrögð en íslam.

Skúli er hinsvegar öfgamaður, sem og þú, Alexander. Sá sem vill banna fólki að klæða sig eins og það vill, er öfgamaður, hvort sem hann er múslimaklerkur í Íran eða fasískur strákpjakkur á Íslandi. Ég veit ekki einu sinni hvað á að kalla þá sem vilja varpa fórnarlömbum kúgunar í fangelsi.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.8.2009 kl. 00:08

25 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Þetta með að konur velji sjálfar að klæðast búrkum eða slæðum (ég kíkti á linkinn hennar Tinnu) er auðvitað frekar eðlilegt í þeirra heimi, þær eru aldar upp við það. Allt umhverfi þeirra er svona. Þetta flækist fyrst þegar þær flytja til Vesturlanda. Þá alast dæturnar upp við venjulegan klæðnað eins og við þekkjum og það er hrein nauðung þegar þær eru svo seldar til Saudi-Arabíu eða Afganistan til einhverra frænda sinna þar. Auðvitað ætti að vera meira eftirlit með hvað verður um þessar stelpur en lögreglan á Norðurlöndum stendur ráðþrota.

Þetta er sorglegt en sorglegra er þó þegar múslímar yfirtaka önnur lönd. Sjáið bara hvað er að gerast í Danmörku! Ég er ekki viss um að Danir séu hrifnir af þessari þróun, að allt sé að yfirfyllast af múslímum. Viljum við það sama hér? Viljum við mæta huldum konum í búrkum eða slæðuklæddum konum í meirihluta í Kringlunni? Viljum við að svínakjöt sé alfarið bannað í skólum landsins bara af því að múslimar borða það ekki?

Nei, ég held að við Íslendingar viljum halda í okkar menningu og siði. Auðvitað er sjálfsagt að taka á móti fólki með aðra menningu en það skal þá líka aðlagast okkar menningu, annað væri dónaskapur. Ekki labba ég inn á heimili fólks og slekk og kveiki á sjónvarpi eftir mínum óskum, ég virði heimilisfriðinn. Óskum þess sama fyrir landið.

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 19.8.2009 kl. 00:15

26 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Viljum við að svínakjöt sé alfarið bannað í skólum landsins bara af því að múslimar borða það ekki?"

Viljum við að börn múslimskra foreldra séu neydd til að borða svínakjöt hvort sem þeim líkar betur eða verr bara af því að flestir Íslendingar borða það?

Hefurðu heyrt um smáréttina á Spáni? Þegar gyðingaofsóknir spænska rannsoknarréttarins stóðu sem hæst var það alsiða að bjóða grunuðum úrval smárétta sem allir innihéldu svínakjöt. Ef hinn grunaði veigraði sér við að bragða var það augljóst merki um  "sekt".

Það er siðan ekki "allt að fyllast af múslimum" í Danmörku. Múslimar eru um 3-4% íbúa. Berðu það saman við t.d. 23% sem eru trúleysingjar.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.8.2009 kl. 00:41

27 identicon

Mannréttindabrotin eru víða... td er það hroðalegt mannréttindabrot að ríkiskirkjan á íslandi fái að vaða inn í skóla og forrita lítil börn í að borga til kirkjunnar til dauðadags... eða Sússi pyntar þau að eilífu.
Er eitthvað minna að vera í búrka... æ dónt think só

DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 13:45

28 identicon

Sjálfstæð kona sem vill takmarka sjálfstæði annarra.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:52

29 identicon

Búrkubann,

Það  verður  athyglisvert  að  fylgjast  með  því  hvernig  gengur  að  framfylgja  búrkubanninu  í Frakklandi.  Auðvitað  verður  það  ekkert  mál, þegar   á  reynir  og  beita  skal  hörðum  viðurlögum.

Ekki  var  neitt  mál  að  banna  reykingar  hér  á  opinberum  stöðum,  ætli  múslímakonurnar  eigi  eitthvað  erfiðara  með  að  hlýða  búrkubanni?  Varla.

En  sem  sagt:  Niður  með íslam og  fasismann  sem  í  íslam  er  og  niður  með  sharia  löginn  og  alla  villimennsku  sem  fylgir  íslam  út  um  allan  heim.

Bókstafstrúar  múslímar  hafa  nú  framið  um  14.000   hryðjuverk  síðan  11.  sept.  2001.  Hægt  er  að  lesa  hvað  margir  féllu,  særðust,  stað  og  stund  á  http://www.thereligionofpeace.com.  

Þeir  sem  vilja  sjá  lista  yfir  afbrot  og  þjófnaði  sem  framdir  eru  af  konum  eða  körlum  vinsamlegast  fari  á  google.com  og  skrifi  inn  orðin:  ,,Burka clad  Robbers."  og  upp  kemur  endalaus  runa  þjófnaða sem  framin hafa  verið  í  skjóli  búrkunnar.  Eftirlitsmyndavélar  greina  ekki  andlitin og  lögreglan  stendur  ráðþrota  gagnvart  svona  glæpum. Einnig  prófa:  ,,burka clad  jewellry thieves"  ,,

Burkur  eru  notað  til  að  leika  á  tollverði, smygla inn  extra  eiginkonum,  ræna  allar  tegundir  verslana og  leyna  endalaust heimildum  á  sér.

Búrkukonur  eru  stór  hættulegar  í  umferðinni  samkvæmt  fréttum  frá  Hollandi  og  annars  staðar, vegna  takmarkaðs  skyggnis.  Og  þannig  mætti  endalaust  telja.

Enginn  veit  hvað  er  undir  búrku  á  götum  úti,  getur  verið  karlmaður  með alvæpni   þess  vegna.

Til  öfgamúslímans  Brahim:  Pat Condell  er  trúleysingi  og  enginn  öfgamaður  í  trúmálum.  Þú  ert  einfaldlega  að  bulla Brahim. 

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 21:00

30 Smámynd: Kalikles

Það er með ólíkindum að á "21stu" öld séu ennþá til vitleysingar sem elta þetta guðsbull. 

GET A LIFE!

Kalikles.

Kalikles, 28.8.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband