15.8.2009 | 03:26
Lifi reykingabann á skemmtistöðum!
Þvílíkur munur að fara út að djamma núna og þurfa ekki að setja öll föt í þvottavélina og fara sjálf í sturtu áður en maður fer í rúmið!
Mikil ánægja með reykbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já segðu, núna þarf maður bara að finna ælulykt, andfýlu, táfýlu, viðrekstarfýlu og svitalykt, þetta er allt annað líf ... og það best að ekki þarf maður að þvo fötin sín eftir slíkan ilm og eða fara í sturtu eftir djammið ...
Sævar Einarsson, 15.8.2009 kl. 03:44
Já segðu, tek undir með Sævarinum þegar reykingabann komst á á vinnustöðum fyrir mörgum árum síðan þá var ólíft fyrir allskonar skítalykt af fólki tala nú ekki um hvað maður fann betur óþverralyktina af öllum þessum bílum sem eru í umferðinni alla daga og ekki er hægt að einangra eins og þetta skítalið sem er að reykja.
Kveðja ein sem reykir og nýtur þess.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 15.8.2009 kl. 04:40
Er einmitt að fá mér Henessy X.O og vindill
Sævar Einarsson, 15.8.2009 kl. 05:23
Sammála þér Adda! Plús að maður líður ekki óbeinar reykingar sem skaða heilsuna!
Iris (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 10:32
Hvaða skemmtistaði sækir þú eiginlega Sævarinn?! Ég hef ekki orðið var við þessa meintu svita/skíta/ælufýlu á skemmtistöðum borgarinnar heldur hef ég bara notið þess að geta skemmt mér án þess að anda eitruðum sígarettureyk að mér. Eruð þið virkilega svo illa haldin af tóbaksfíkn að þið eruð enþá að deyja úr biturð vegna þessa banns?!
Gestur (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 11:47
Nei alls enginn biturð í gangi, bara óþolandi forræðishyggja, flest allir vita að þetta er heilsuskemmandi, en svo er áfengi líka, reyndar hefur áfengið drepið meira en allar heimstyrjaldir, farsóttir og tóbaksreykingar samanlagt og rúmlega það, er þá ekki best að banna áfengi líka ? ég er hlynntur jafnrétti og finnst mér það eiga að vera val kráareiganda eða veitingahúsastaða hvort lofa skuli reykingar eða ekki.
Sævar Einarsson, 15.8.2009 kl. 13:02
Ekki sammála með forræðishyggjuna, það er einfaldlega verið að vernda okkur sem ekki reykjum fyrir óbeinum reykingum og ég fór út að djamma í gærkvöldi og fann hvorki skíta né svitalykt, so sorry, léleg afsökun fyrir að reykja.
Ef sígarettur væru fundnar upp í dag yrðu þær undir eins bannaðar því reykingafólk eitrar ekki bara fyrir sjálfu sér, heldur öðrum sem eru í kringum það. Viðurkenni alveg að áfengi er líka eitur en ég get setið hjá manneskju sem drekkur bjór og ég er ekkert að skaðast á því....
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 16.8.2009 kl. 00:39
Ætti þá ekki forræðishyggjan að ná yfir áfengi ? vernda þá sem drekka ekki fyrir ölvuðum ökumönnum sem dæmi ? og eða þá sem berja menn til bana eða örkumla peðfullir ? spurning um að vera sjálfum sér samkvæmur í forræðishyggjunni er það ekki ?
Sævar Einarsson, 16.8.2009 kl. 02:37
Ég missti vin minn í bílslysi fyrir mörgum árum vegna þess að hinn ökumaðurinn gat ekki sagt til nafns vegna ölvunar, keyrði beint á hann og hann lést samstundis.
Sævar Einarsson, 16.8.2009 kl. 02:41
Ég er öflugri en allir herir heimsins samanlagðir.
Ég hef tortímt fleiri mönnum en heimstyrjaldirnar.
Ég hef orsakað milljónir slysa og lagt í rúst fleiri heimili en öll flóð, stormar og fellibylir samanlagt.
Ég er slyngasti þjófur í heimi, ég stel þúsundum milljarða á hverju ári.
Ég finn fórnarlömb meðal ríkra sem fátækra, ungra sem gamalla, sterkra sem veikra. Ég birtist í slíkri ógnarmynd að ég varpa skugga á sérhverja atvinnugrein.
Ég er þrotlaus, lævís og óútreiknanlegur.
Ég er allsstaðar, á heimilum, á götunni, í verksmiðjunni, á skrifstofunni, á hafinu og í loftinu.
Ég orsaka sjúkdóma, fátækt og dauða.
Ég gef ekkert og tek allt.
Ég er einn versti óvinur þinn!
Ég er ALKAHÓL!
Sævar Einarsson, 16.8.2009 kl. 02:45
Ég er sammála þér með skaðsemi áfengis, enda drekk ég heldur ekki sjálf. Aftur á móti gerir það ekki reykingarnar saklausari að vísa sífellt í áfengið. Það er alveg rétt að ríkið ber mikið tjón af áfenginu og áfengið drepur svo sannarlega! Ég er mjög sátt við hækkun á áfengi og tóbaki þess vegna.
Það hins vegar afsakar ekki reykingarnar á nokkurn hátt!
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 16.8.2009 kl. 11:50
Er áfengið þá í lagi þó það sé ennþá meiri skaðvaldur en tóbak ? og ég er ekkert að afsaka reykingar, ég er einfaldlega að benda á jafnræðið og forræðishyggjan sé sjálfum sér samkvæm.
Sævar Einarsson, 16.8.2009 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.