7.9.2010 | 14:43
Biblían notuð óspart!
Ekki hefur nokkur önnur skáldsaga verið notuð eins og Biblían til að niðurlægja fólk um víða veröld.
Þessi Rani má skammast sín og líka allir þeir öfgahópar sem finnast hér á landi.....Hvítasunnukirkjan og Krossinn og Vegurinn og hvað þetta nú allt heitir.
Mér kemur ekki við hjá hverjum fólk sefur og ætlast til að aðrir skipti sér ekki af því hjá hverjum ég sef.
Biblían inniheldur fullt af boðum og bönnum, er farið eftir því?
Verði þessum manni bara að góðu að éta skerpukjöt heima hjá sér, ekki held ég að Jóhanna og Jónína muni sakna hans!
Notar biblíuna í pólitískum tilgangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég spyr eins og maður: Skammast fólk sín ekki fyrir að vera kristið, skammast það sín ekki fyrir ríkiskirkju...
En krissar svara NEI, hvers vegna: Jú þeir eru útrásarjesúlingar.. sem sjá ekkert nema þann falska gróða sem biblían lofar þeim.
Samkvæmt biblíu þá ætti að taka meira en 50% íslensku þjóðarinnar af lífi; Samkvæmt biblíu þá eru um 99% allra íslendinga í gegnum alla okkar sögu.. þeir eru nú í pyntingarklefanum hans Jesú.. Jesú pyntar alla sem kjósa að trúa ekki á hann, eða trúa ekki nægilega mikið á hann
doctore (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 15:24
Ekki þessa heimsku doctore. Þú er greinilega ekki heill á geðsmunum ef þetta er það sem þú heldur. Kynna sér af eigin raun áður en svona er sett fram.
Sveinn (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 17:47
Ég er ekki svo viss um að doctore sé vanheill á geðsmunum. Miklu frekar er hann að setja niður skýrt og skorinort hvað Biblían boðar. Áttaðu þig á því að samkvæmt henni eiga nauðgarar að giftast fórnarlömbum sínum, það á að grýta hórur og kála öllum hinum sem ekki trúa þessu. Lestu Gamla testamentið og segðu mér svo að Guð þar sé góður og miskunnsamur!
Ég er ekki að afneita Guði en ég vil ekki trúa því að Guð sé eins grimmur og kemur fram í Biblíunni....
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 7.9.2010 kl. 18:57
Nauts Sveinn er augljóslega EKKI búinn að lesa biblíu :)
Svo fer hann í trúarheilkennið, segir að allir sem trúa ekki á galdrakarlinn hans séu veikir á geði :)
doctore (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 11:01
"Fyndið" að fylgjast með því hvað kristið öfgatrúarfólk velur hitt og þetta úr Biblíunni sem þeim hentar og fylgja því meðan annað er hunsað. Þessi Rani neitar að borða með samkynhneigðri manneskju og konunni hennar, EN... myndi hann neita að borða með manneskju sem þjáist af offitu? Er græðgi ekki ein af dauðasyndunum sjö? Er fólk í offitu þá ekki líka að brjóta gegn Biblíunni? Er offita ekki líka "val" og "lífstíll" og allt þetta sem haldið er fram um samkynhneigð? Ætti hann þá ekki líka að neita að borða með offitusjúklingum ef þetta væri eingöngu út frá því sem stendur í Biblíunni en ekki út af eintómum fordómum gagnvart samkynhneigð?
Sorglegt að maður sé enn að lesa svona fréttir árið 2010!
Júlíana Ingveldardóttir, 11.9.2010 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.