7.2.2010 | 02:10
Frábært val á Eurovisionlagi!
Ég er hæstánægð með val okkar í Eurovision og held að Hera reynist okkur góður fulltrúi. Umræður hafa spunnist um hvort lagið sé stolið og vissulega er það líkt tveimur öðrum lögum sem ég hef heyrt. En málið hlýtur að vera að það sé löglegt, annars hefði það varla komist í keppnina.
Hera er frábær söngkona og á vafalaust eftir að vera okkur til sóma. Hvort við komumst upp úr undankeppninni er spurning en okkur ætti sennilega að standa á sama því einu sinni enn hittist svo á að kosningar eru á Eurovision kvöldi og sennilega standa þær hærra en Euro......
Ég er hins vegar sár og svekkt yfir að í fjórða skiptið lenda kosningar á Eurovision sem verður til þess að ég get ekki séð keppnina á laugardeginum því ég er alltaf að vinna í kosningunum :(
Eins og ég er mikið Eurovision fan!
En til hamingju Hera.....frábært val!
Hera Björk fulltrúi Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég myndi sko taka mér frí - pólitíkin er jú 365/365 en eurovision aðeins 1/365
Jón Arnar, 7.2.2010 kl. 03:57
Algjörlega sammála með Heru Björk, hún er eins og fjallkonan sterkur karakter fersk og flott.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2010 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.