Færsluflokkur: Bloggar
7.9.2010 | 14:43
Biblían notuð óspart!
Ekki hefur nokkur önnur skáldsaga verið notuð eins og Biblían til að niðurlægja fólk um víða veröld.
Þessi Rani má skammast sín og líka allir þeir öfgahópar sem finnast hér á landi.....Hvítasunnukirkjan og Krossinn og Vegurinn og hvað þetta nú allt heitir.
Mér kemur ekki við hjá hverjum fólk sefur og ætlast til að aðrir skipti sér ekki af því hjá hverjum ég sef.
Biblían inniheldur fullt af boðum og bönnum, er farið eftir því?
Verði þessum manni bara að góðu að éta skerpukjöt heima hjá sér, ekki held ég að Jóhanna og Jónína muni sakna hans!
Notar biblíuna í pólitískum tilgangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.6.2010 | 15:50
Gangi ykkur vel Besti flokkur
Ég hef dálitið gaman af Jóni Gnarr og ég tel að hann verði að minnsta kosti allt eins góður eða hæfur borgarstjóri og hinir trúðarnir sem hafa hingað til verið í þeim stóli. Hann er að minnsta kosti heiðarlegur og segist ætla að svíkja kosningaloforðin sín....hinir lofa en svíkja svo bak við tjöldin.
Ég bý ekki í Reykjavík og gat því ekki kosið Besta flokkinn en hefði hiklaust gert það ef ég hefði getað. Hér í Kópavogi þar sem ég bý bauð Næstbesti flokkurinn sig fram en hann innihélt ekki sömu mennina og Besti flokkurinn sem var galli auðvitað :)
Ég óska Jóni Gnarr og Besta flokknum alls hins besta í borgarpólitíkinni og er alveg viss um að þeir eiga bara eftir að standa sig vel!
Meira ímyndunarafl en rökhugsun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2010 | 02:11
Mismunun innan kirkjunnar er varla Guði þóknanleg....
Það er mesta skömm að kirkja sem styrkt er af ríkinu skuli mismuna fólki með þessum hætti. Ég kaupi ekki að Biblían segi samkynhneigð synd. Samkvæmt Biblíunni er líka synd að skilja, giftast aftur, halda ekki hvíldardaginn heilagan og ýmislegt annað sem við gerum á 21. öld. Prestar samþykkja að gifta fólk í annað og þriðja sinn þó það megi ekki samkvæmt hinni helgu bók. Einnig samþykkja prestar að veita fólki skilnað þó skýrt standi í umræddri bók að það sem hefur verið sameinað fyrir Guðs augum skuli ekki sundurskilja.
Ég borga minn skatt til Þjóðkirkjunnar en samt leyfir hún mér ekki að giftast kærustunni minni. Hinir háheilögu prestar segja ást okkar synd! Þekki mörg hjónabönd gagnkynhneigðra sem byggist á ofbeldi og hatri. Eflaust eru til þannig sambönd samkynhneigðra líka og segir kannski til um að kynhneigð skiptir ekki máli hvað varðar ást eða ekki ást.
Kannski sýna orð Biblíunnar, að karlmaður skuli ekki leggjast með öðrum karlmanni sem kona væri, hversu fáránlegt þessi afstaða er. Því það má skilja í orðunum að konur megi leggjast með öðrum konum, bara ekki karlmenn með öðrum karlmönnum. Samkvæmt því eru lesbíur leyfilegar, ekki hommar! Það hljóta allir að sjá hversu fáránlegt þetta er!
Ég hef ákveðið að segja mig úr Þjóðkirkjunni og hvet alla samkynhneigða til að gera slíkt hið sama. Ekki leggja peningana okkar í þessa mismunun!
Það er tímabært að aðskilja ríki og kirkju.....
Tóku ekki afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2010 | 21:06
Mikið var!
Það er nú gott að Alþingi ætlar ekki að skipta sér af hverjum ég giftist!
Það væri alveg týpískt fyrir fordómafulla Íslendinga að allt fyllist nú af mótmælum þeirra ofurtrúuðu sem velja að taka úr Biblíunni einhvern part sem fyrir þúsunum ára var skrifaður, og veifa honum meðan þekktur forstöðumaður hér á landi skilur og giftist síðan annarri konu - þó það sé alveg jafn mikið bannað í Biblíunni og það að sofa hjá sama kyni!
Hræsnin er bara svo mikið hjá þeim sem kjósa að opinbera trú sína inn í einhverjum söfnuðum.....
Vona að Alþingi samþykki þessi lög!
Mælt fyrir um ein hjúskaparlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2010 | 02:12
Fársjúkt fólk....
Ótrúlegt hvað fólk getur verið sjúkt.....
Veit svosem ekki hvaða refsing hæfir svona afbroti.....en jafnvel þó sambýlismaðurinn hafi verið illa veikur á geði, hvað með móðurina?
Skil bara ekki svona!
Sveltu dóttur sína í hel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2010 | 02:09
Þvílíkur viðbjóður!
Lokaði 13 ára stúlku inni og nauðgaði henni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2010 | 02:10
Frábært val á Eurovisionlagi!
Ég er hæstánægð með val okkar í Eurovision og held að Hera reynist okkur góður fulltrúi. Umræður hafa spunnist um hvort lagið sé stolið og vissulega er það líkt tveimur öðrum lögum sem ég hef heyrt. En málið hlýtur að vera að það sé löglegt, annars hefði það varla komist í keppnina.
Hera er frábær söngkona og á vafalaust eftir að vera okkur til sóma. Hvort við komumst upp úr undankeppninni er spurning en okkur ætti sennilega að standa á sama því einu sinni enn hittist svo á að kosningar eru á Eurovision kvöldi og sennilega standa þær hærra en Euro......
Ég er hins vegar sár og svekkt yfir að í fjórða skiptið lenda kosningar á Eurovision sem verður til þess að ég get ekki séð keppnina á laugardeginum því ég er alltaf að vinna í kosningunum :(
Eins og ég er mikið Eurovision fan!
En til hamingju Hera.....frábært val!
Hera Björk fulltrúi Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2010 | 01:31
Óheppni....helvítis konfektið!
Æ hvaða vandræði eru þetta? Leiðinlegt að detta af svona flottri síðu bara vegna stöku konfektmola sem læðst hefur í munninn...Kannski svona síða sé aðhaldið sem mig vantar alltaf yfir jólin....
Annars...ekki svo mjög slæm hugmynd...fínt að vita að manneskjan sem maður ætlar á blind date með sé örugglega falleg...það skiptir auðvitað öllu....
Útskúfað af vef fallega fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2010 | 06:30
Eru allir gengnir af vitinu???
Hvað er að? Haldið þið að einhver vilji borga þessar skuldir óreiðumanna? Ekki nokkur sál en við VERÐUM AÐ GERA ÞAÐ!!!! Haldið þið virkilega að Bretar og Hollendingar samþykki það bara að við segjum: Æ...við erum svo lítil og smá að við getum ekki borgað þetta...so sorry? Sko...ef við borgum þetta ekki, þá bara dynja á okkur endalaus réttarhöld hægri vinstri fyrir utan að við fáum á okkur endalaus viðskiptabönn!
Viljið þið, sem mótmæla samningunum, taka ábyrgð á þeirri félagslegu einangrun sem við lendum í ef við þrjóskumst við að borga? Haldið þið virkilega að Jóhanna og Steingrímur séu svo illa innrætt að þeim finnist það bara gott á okkur og okkar afkomendur að standa skil á þessum helvítis milljörðum? Þessi ríkisstjórn er að gera sitt besta og hefur sennilega hleypt af stokkunum besta samning sem hægt var að gera í þessari stöðu....
Þeir sem væla um að ríkisstjórnin sé arfaslök ættu að gera sér grein fyrir að engin einasta ríkisstjórn nokkurn tíma hefur lent í þessari aðstöðu eins og þessi og vonandi gerist það heldur ekki aftur!
Og í sambandi við stækkun Sjálfstæðisflokksins....hafið þið gullfiskaminni? Eru allir búnir að gleyma hverjir stóðu að baki einkavæðingunni sem svo loksins setti þjóðina á hausinn? Í guðs bænum ekki hleypa Sjálfstæðisflokknum aftur í stjórn....
Mig langar ekki að borga þetta og mig langar ekki að mín börn og barnabörn þurfi þess heldur. En við verðum að gera það! Hins vegar langar mig að fangelsa alla þá útrásarvíkinga sem báru ábyrgð á þessu plús spillingaröfl innan þáverandi ríkisstjórnar!
Ég ætla RÉTT að vona að forsetinn skrifi undir!
Yfir 50 þúsund undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.12.2009 | 14:15
Hefur fólk ekki húmor?
Hvaða voða tekur fólk þessu alvarlega? Maður á að geta séð húmorinn út úr öllu, annars er lífið leiðinlegt. Ekki þar fyrir að ég held persónulega að Guð hafi lítið haft með fæðingu Jesú að gera, held að Jósep kallinn hafi nú komið þar að.
Hins vegar er það mín trú að Jesús hafi verið mjög andlega sinnaður maður og spámaður mikill. Hann hafði líka gott hjartalag og hefur án efa gert heimsbyggðinni margt gott. Aftur á móti held ég ekki að hann hafi gengið á vatni né heldur gert máltíð handa 5000 manns úr nokkrum fiskum og brauði. Biblíuna ber ekki endilega að taka alvarlega, heldur er hún vel skrifuð bók sem allt í lagi er að lesa þó margt í henni sé alveg fáránlegt og ekki í takt við nútímann.
Ég hef mína trú á Guð en hafna alfarið öllum trúarbrögðum sem slíkum enda held ég að þau séu ekki af hinu góða. Það er alveg sami Guð hvort sem um kristni eða Íslam, búddisma eða Ásatrú að ræða....alveg er ég viss um að Guð hristir höfuðið hvar svo sem hann/hún er vegna þessa smámunasemi mannsins....
Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)