Oj....er ekki í lagi?

Oj, hvað er að fólki? Hvernig getur einhver haft hugsanlega gaman af kóngulóm? Eða snákum? Það er ekki eins og manni þyki sjálfkrafa vænt um þessi dýr eins og ketti eða hunda til dæmis....

Meira að segja er hægt að hafa gaman af fiskum í búri þó maður knúsi þá nú ekki beint en ef ég vissi af risakónguló í íbúð í mínum stigagangi myndi ég aldrei vera heima....

Ruglað lið....


mbl.is Dýrin mín stór og smá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anepo

Verð nú að segja persónulega að ég hef ekki átt svona gæludýr né langar mér í svona. En í mörgum löndum í heiminum (nánast allri asíu og norður ameríku) telst þetta normal. og einnig í nokkrum evrópulöndum. Ekki óalgengt.

Anepo, 3.7.2009 kl. 17:13

2 Smámynd: Valbjörn Júlíus Þorláksson

Ég myndi nú frekar vilja eitthvað af þessu en t.d. kött..  Það er nú mesta vitleysa sem til er.  Það mætti allavega taka á því vandamáli.  Þetta fær ekki að ganga laust og skemma eigur fólks eins og kettir fá að gera.

Valbjörn Júlíus Þorláksson, 3.7.2009 kl. 17:27

3 identicon

Ég hef búið í Norður Ameríku og í flestum dýrabúðum eru þessi dýr seld og á mörgum öðrum stöðum í Evrópu og í flestum löndum eru þau leyfð. Hvað er að því að eiga snáka sem gæludýr eða konguló? Snákar eru í fyrsta lagi mjög hreynlætir og afar gæfir í heimahúsum, oftast nægir ein máltíð á mánuði og ekki gelta þeir eða míga á fötin manns.

Fólk getur alveg þótt vænt um gæludýrið sitt sama hvaða gerð, tegund eða útlit það hefur bara að það hefur áhuga og langi í svona gæludýr. Svo stór ég efast um að þessi aðili hefur kakkalakkana lausa þar sem þeir eru held ég notaðir í fóður fyrir kongulærnar.

Adda Guðrún ekki segja að aðrir séu ruglaðir þegar þú ert það sjálf.

Daníel (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 17:37

4 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Ég hef fullt leyfi til að segja að hver sem er sé ruglaður á mínu bloggi. Og ennþá stend ég á því að þessi dýr eru ekki ætluð sem gæludýr.

Ég á kött og hann er mesta gæðablóð, skemmir ekki neitt. Dýr eiga ekki að vera hættuleg eins og snákar eru til dæmis.

Bakka ekki með að til sé fullt af rugluðu fólki....

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 3.7.2009 kl. 17:52

5 identicon

Finst ekkert að því að eiga svona dýr svo framalega að það sé allt tipp topp í kringum það.

á bara leifa þetta og láta skrá þessi dýr eins og hunda og svona.

þá er allavega hægt að hafa eftirlit með þessu og eigendurnir gætu farið með dýrin sín til læknis ef þess þyrfti.

svo langar mér að spyrja  höfund hvað sé svona ógeðslegt við snáka?

Úlli (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 17:52

6 identicon

þú ert nú bara eithvað veik í hausnum.

allar slaungur hættulegar?

lestu þig til áður en þú lætur svona heimsku út um þverrifuna á þér.

flest allar slaungur sem haldnar eru hér á landi eru meinlausari en þessi Furrball þin.

félagi minn lenti nú í því þegar að köttur mömmu hans var að breima og hann kom heim eitt hvoldið að það réðs villiköttur á hann heima hjá honum.

hann fór allur klambúrleraður í burtu..

Úlli (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 17:57

7 identicon

Sælar Adda

Má bjóða þér að kynna þér þær snáka tegundir sem hér um ræðir, svo þú viti hvað saklausu dýr var m.a. verið að drepa vegna þess að fólki finnst þaug væntanlega sjálfkrafa ógeðsleg (án þess vitanlega að hafa nokkra hugmynd um hvað það er að tala þar sem það hefur aldrei komist í snertingu við þessi dýr)

Corn snake:

http://en.wikipedia.org/wiki/Corn_snake

Ball python

http://en.wikipedia.org/wiki/Python_regius

Til að setja í samhengi hvað þessi dýr eru skelfileg hættuleg...

Corn snake bit

http://www.wildaboutbritain.co.uk/gallery/files/2/2/9/Berylsbite.JPG

Katta bit

http://www.faithmouse.com/cat-bite-big.jpg

http://images-cdn01.associatedcontent.com/image/A1243/124359/300_124359.jpg

Hunda bit

http://z.about.com/d/pediatrics/1/0/t/K/dog_bite.jpg

(til fróleiks: 77% allra barna undir 10ára í USA sem verða fyrir hundabiti eru bitin í andlit, háls eða haus)

Einig má benda á að miða við samanburðartölur þá eru væntanlega á milli 40-60.000 manns á Íslandi með ofnæmi fyrir hundum og köttum. Lausaganga katta og reglur um eignarhald (örmerkingar, lyfjagjöf o.fl. líkt og með hunda) og ræktun er svo sér kapituli og er allgerlega út í hött.

Vitanlega eru til slöngur sem eru hættulegar og jafnvel banvænar, en einig eru til katt dýr og hunda tegundir sem falla einig í þann flokk. En í öllum tilfellum er verið að meðhöndla valdar tegundir, tegundir sem hafa skapgerð og eiginleika til að lifa með okkur í okkar vistaverum.

Varðandi staðhæfinguna að þessi dýr séu ekki ættluð sem gæludýr þá er rétt að benda á að t.d. korn snáka ræktun hefur verið til staðar vel og lengi og búið er að þróa gríðarlegt magn af lita afbriðum í gegnum langa ræktunarsögu. Upphaf á öllu gæludýradýrahaldi hefur byggist á þessu, ræktun.

Í kringum þetta er ýmiskonar iðnaður allt frá ræktun, rætkunarsýningar, sölu á dýrum í gæludýraverslunum, lyf, sala á varningi til dýrahalds (http://www.exo-terra.com/en/index.php - þessar vörur eru m.a. seldar á Íslandi) og fóðurs o.s.f.v.

Það er alltaf leiðinlegt þegar fólk lætur stjórnast fordómum/hræðslu og fávisku.

Kristján (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 23:36

8 identicon

Oj, hvað er að fólki? Hvernig getur einhver haft hugsanlega gaman af köttum? Eða hundum? Það er ekki eins og manni þyki sjálfkrafa vænt um þessi dýr eins og köngulær eða snáka til dæmis....

Meira að segja er hægt að hafa gaman af kakkalökkum í búri þó maður knúsi þá nú ekki beint en ef ég vissi af ketti í íbúð í mínum stigagangi myndi ég aldrei vera heima....

Ruglað lið....

Sveinn (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 00:07

9 Smámynd: Sigurjón

Óskaplega sýnist mér þú fáfróð og fordómafull út í dýr sem þú greinilega veizt ekkert um.  Það er alveg rétt hjá þér að til er fullt af rugluðu fólki, en þú greinilega áttar þig ekki á að þú ert ein þeirra.  Til dæmis er þessi setning algjört brill: ,,Dýr eiga ekki að vera hættuleg eins og snákar eru til dæmis."

Kostulegt!

Sigurjón, 4.7.2009 kl. 00:41

10 identicon

"Það er ekki eins og manni þyki sjálfkrafa vænt um þessi dýr eins og ketti eða hunda til dæmis"

 -Það er vissulega rétt hjá þér að kettir og hundar standa okkur nær, enda spendýr eins og við. En það er til heill hellingur af fólki sem heillast meira að því framandi og óþekkta. Það er mjög auðvelt að láta sér þykja vænt um skriðdýr og jafnvel skordýr líka. Reyndu að hugsa þetta frekar svona þegar þú sérð slöngu næst: Þetta er líf, þetta er lifandi rétt eins og ég sjálf og kisan mín.

 Ég á tvær kisur og mér finnst þær miklu ógeðslegri heldur en langflest skriðdýr sem ég hef komist í tæri við. Hápunktur dagsins hjá mér er þegar ég þríf upp æluna eftir högnann eða þegar ég þarf að eyða 20 mín í fatarúllustúss til að ná öllum hárunum þeirra af fötunum mínum áður en ég fer í vinnuna - En mér þykir samt óendanlega vænt um báðar kisurnar mínar. Ég get samt auðveldlega ímyndað mér skriðdýr sem eru ekki nærri eins "ógeðsleg".  Og þar að auki er bölvað vesen í kring um kettina þegar vinir mínir og ættingjar ætla að kíkja í heimsókn því rúmlega 25% þeirra eru með kattarofnæmi og verða sárlasin eftir stutta veru í íbúðinni þó hér sé ryksugað reglulega og köttunum hent út áður en þau koma inn. Það er enginn með ofnæmi fyrir skriðdýrahreistri.

"Og ennþá stend ég á því að þessi dýr eru ekki ætluð sem gæludýr"

-Hvaða dýr eru ætluð sem gæludýr? Og hver er það sem ætlar okkur þau dýr sem gæludýr? Guð?

Kettir voru ekki alltaf gæludýr mannana. Á einhverjum tímapunkti voru allir kettir viltir og bitu frá sér - sama með hundana.

Hvað gerist ef þú eignast hund en elur hann ekki upp almennilega? Hann á pottþétt eftir að bíta einhvern, gelta stanslaust og gera þarfir sínar hvar og hvenær sem honum sýnist - Eru hundar þá kannski ekki ætlaðir sem gæludýr heldur? 

 "Ég á kött og hann er mesta gæðablóð, skemmir ekki neitt. Dýr eiga ekki að vera hættuleg eins og snákar eru til dæmis."

 -Bíddu bíddu, EIGA dýr ekki að vera hættuleg? Ég vona að þú sért að meina að gæludýr eigi ekki að vera hættuleg - það er þó heilbrygðari skoðun þó ég sé engan vegin sammála þrátt fyrir það. Hundar eru stórhættulegir, það er eigandans að ala þá upp rétt svo þeir verði meinlausir. Bit frá hundi er í raun "eitrað", bit frá hundi getur leitt til stífkrampa og hundaæðis. Gæluslöngurnar eru ekki eitraðar - Í öllum tilfellum sem ég veit um er fólk með kyrkislöngur sem hafa ekki eiturkyrtla. En ég er á því máli að fólk getur haldið eins hættuleg gæludýr og því sýnist svo lengi sem það ber fulla ábyrgð á þeim.

En ég held ég viti hvernig þú ert, það verður ekki talað um fyrir þér. Þú ert búin að mynda þér skoðun og bíta þig fasta við hana. En það er vonandi að einhver annar sem rambar á bloggið þitt lesi kommentin líka áður en færslunni er tekið sem heilögum sannleik.

Alliat (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband