Hefur fólk ekki húmor?

Hvaða voða tekur fólk þessu alvarlega? Maður á að geta séð húmorinn út úr öllu, annars er lífið leiðinlegt. Ekki þar fyrir að ég held persónulega að Guð hafi lítið haft með fæðingu Jesú að gera, held að Jósep kallinn hafi nú komið þar að.

Hins vegar er það mín trú að Jesús hafi verið mjög andlega sinnaður maður og spámaður mikill. Hann hafði líka gott hjartalag og hefur án efa gert heimsbyggðinni margt gott. Aftur á móti held ég ekki að hann hafi gengið á vatni né heldur gert máltíð handa 5000 manns úr nokkrum fiskum og brauði. Biblíuna ber ekki endilega að taka alvarlega, heldur er hún vel skrifuð bók sem allt í lagi er að lesa þó margt í henni sé alveg fáránlegt og ekki í takt við nútímann.

Ég hef mína trú á Guð en hafna alfarið öllum trúarbrögðum sem slíkum enda held ég að þau séu ekki af hinu góða. Það er alveg sami Guð hvort sem um kristni eða Íslam, búddisma eða Ásatrú að ræða....alveg er ég viss um að Guð hristir höfuðið hvar svo sem hann/hún er vegna þessa smámunasemi mannsins....


mbl.is Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill um skynsemistrú...hvernig ætli maður myndi bregðast við ef frúin kæmi heim og segðist vera ólétt eftir Guð?...

Óskar Arnórsson, 18.12.2009 kl. 19:10

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hva Adda trúir þú þessu ekki

Bestu kveðjur frá litla bróður

Jens Sigurjónsson, 20.12.2009 kl. 18:16

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nú jæja Jens, ef hún segir að það hafi verið Guð almáttugur sem á barnið...ætli maður verði ekki bara að gleðjast yfir gæfunni sem hlýtur að fylgja svona barni... enn samt..

Óskar Arnórsson, 20.12.2009 kl. 18:26

4 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Haha....nei Jenni, ég trúi sumu, ekki öðru í þessu. Finnst frekar ólíklegt að kona verði ólétt eftir Guð og Óskar.....já, þú gætir nú reynt að trúa frúnni þegar hún fullyrðir að hún sé ólétt eftir Guð....pældu samt í hvernig Jósep ræflinum hefur liðið...hann er algjörlega óþarfur, enda er hans hlutur ekki mikill í sögunni....

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 20.12.2009 kl. 19:03

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Myndi það ekki vera brot á einhverju boðorði líka? Ég man ekki betur. Ólíklegt að Guð færi að barna gifta konu. Ég trú flestum öðrum köllum um það. Alla vega veit ég bara um 6 börn sem ég á. Konur hafa miklu meiri vitneskju um svona mál...já, Jósef kallinn, sá hefur þurft að þola eitt og annað...

Óskar Arnórsson, 20.12.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband